Desemberdagskrá útskýringar
Gangasöngur: Hver bekkur labbar með sínum kennara í miðrými hjá skrifstofum þar sem við syngjum saman jólalög.
Pakkaskil: Allir nemendur koma með lítinn pakka (sem gengur fyrir bæði kynin) sem má að hámarki kosta 500 kr. Öllum pökkum er svo blandað og gefnir af handahófi á kertadaginn. Mikilvægt að merkja ekki pakkana með nafni.
Vasaljósafriðarganga: Vinabekkir ganga saman upp í útistofu. Þar verður allur skólinn samankominn. Eldri bekkingar bjóða vinum sínum uppá kakó og smákökur. Kósý stund og mikilvægt að koma með vasaljós.
Jólapeysudagur: Allir hvattir til að koma í jólapeysu ef hún er til ☺
Opinn gangasöngur: Allir hjartanlega velkomnir á gangasöng kl 9:25. Að öðru leyti hefðbundin kennsla.
Litlu jól: Litlu jólin okkar eru kl 10:00-11:30 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og ganga með okkur yfir í íþróttahús. Hefðbundin skóladagur með kósý-ívafi.
Kertadagur: Kertadagurinn okkar er kl 8:30-10:00. Þá mega börnin koma með smákökur/bakkelsi og e-ð gott að drekka (þó ekki gosdrykki). Allir koma með sitt kerti. Við lesum jólasögu fyrir börnin, þau fá pakka frá sveinka (úr pokanum sem þau komu með fyrr í desember). Þetta er síðasti dagur ársins og jólafrí hefst ☺