Við Grunnskólann í Hveragerði hefur mörg undanfarin ár verið boðið upp á þrjá foreldraviðtalsdaga sem er meira en víðast; í lok september (1. bekkur tekur þau viðtöl á skipulagsdögum í ágúst), við annarskil í janúar og svo eru viðtöl við lok skólaársins sem gott er að nota sem uppgjör, Hvað gekk vel í vetur, eitthvað sem má betur fara. Hver eru markmið sumarsins önnur en njóta?
Nokkrir punktar sem umsjónarkennarar geta nýtt til viðmiðunar í foreldraviðtölum.
Gott er að hefja og enda viðtölin á jákvæðum nótum.
Ræðið;
Líðan barnanna. Eitthvað sem má betur fara? Þarfnast betri úrvinnslu af hálfu skólans.
Lesfimi – niðurstöður skólaársins.
Hvetja til lesturs.
Hvernig gekk starfið í vetur? Náðust markmið sem sett voru í haust og í janúar?
Vantar eitthvað uppá upplýsingaflæði frá skólanum?
Næsta skólaár, ekki er búið að raða niður umsjónarkennurum á alla bekki. Það klárast vonandi í vikunni.
Kennsla hefst alla daga klukkan 8:30
Við erum að mennta börnin okkar til framtíðar sem við þekkjum ekki.
Forvarnir – foreldrar/forráðamenn virði útivistartíma.
Skjátími – sjá hlekk á heimasíðu skólans: https://www.skjatimi.is/efni/skjatimi
Útivistartími barna og unglinga – sjá hlekk á heimasíðu skólans: https://grunnskoli.hveragerdi.is/is/foreldrar/utivistartimi
Svefntími barna – sjá hlekk á heimasíðu skólans: https://grunnskoli.hveragerdi.is/static/files/Efni/Ymislegt/svefn.jpg
Námið í vetur og hvað er framundan í ágúst.
Reglurnar þrjár sem SÞH hefur oft talað um að vori:
1. Verið dugleg að lesa, forvitnast og fræðast. Takið endilega þátt í sumarlestri.
2. Verið dugleg að fara út, hugsa um heilsu ykkar, andlega og líkamlega. Klæðið ykkur eftir veðri gefið tölvum og símum algert frí þegar sólin skín. Hún verður vel sjáanleg í sumar.
3. Verið góð við mömmu ykkar og pabba og alla sem standa ykkur næst - og segið þeim reglulega að ykkur þyki vænt um þau.